Gamla höfnin hefur undanfarin ár tekið stakkaskiptum og er nú iðandi
af mannlífi og uppákomum. Við erum stolt af því að bætast í flóruna.

Barinn

Óvænt og seiðandi eru lykilorðin á barnum. Hefðbundnir kokteilar innan um nýjustu straumum í kokteilgerð heimsins. Þú getur notið góðs drykkjar á hafnarveröndinni áður en þú sest við borðið þitt eða sest út með kaffi og koníak eftir góða máltíð. Ef veðrið er ekki samvinnuþýtt þá hitum við upp tilveruna með gaslömpum. Stolt barsins er Safn íslenska sjómannsins, veggur með ótrúlegu úrvali af koníaki og viskíi.

Gamla höfnin

Reykjavík er fiskiþorp. Við gömlu höfnina iðar allt af lífi. Þaðan er róið til sjávar að morgni og þegar líður á daginn sigla trillurnar inn með afla dagsins. Á bryggjunni finnur maður fyrir sögu Reykjavíkur og öllu lífinu við höfnina, hvort sem það er fólk að störfum við sjávarútveg, fólk á gönguferð eða krakkar sem koma með stangirnar sínar og freista þess að veiða fisk á bryggjusporðinum.
Ferskt og kraftmikið andrúmsloft hafnarinnar er hluti af upplifuninni þegar þú borðar á Kopar.