Hér höfum við safnað saman algengum fyrirspurnum og svörum við þeim.

Við leggjum áherslu á heimafengið hráefni og leitum jafnt til lands og sjávar í þeim efnum.
Við gætum þó átt það til að leita til vina okkar í Norður-Evrópu til að viðhalda fjölbreyttu úrvali þegar framboð á innlendu hráefni er minna.
Við leggjum mikið upp úr því að nostra við hráefnið svo að það njóti sín sem best. Ekki of flókið — bara akkúrat.

Já, okkur þykir einstaklega gaman að fá hópa í heimsókn. Staðurinn tekur 120-130 manns og skiptist í tvær hæðir. Hægt er að rúma um 60-70 gesti á neðri hæðinni og 50-60 á efri hæðinni. Vinsamlega athugið að hópar sem eru 12 manns eða fleiri þurfa að panta fyrir fram af hópmatseðli.

Við höfum opið í hádeginu mánudaga til föstudaga frá kl. 11:30–14:00
Eldhúsið er opnað kl. 17:00 og er opið til kl. 22:30 sunnudaga til fimmtudaga en til kl. 23:30 föstudaga og laugardaga.

Við leyfum það yfirleitt ekki — en hins vegar, ef það er mikið tilefni þá erum við alltaf tilbúin að skoða málin.

Já, en látið okkur endilega vita fyrir komu.

Já, það eru grænmetisréttir í öllum deildum. Hvort sem þig langar í létt salat eða aðalrétt þá erum við með gómsæta lausn fyrir þ

Já, hvenær sem er. Við mælum sérstaklega með að panta borð fyrir kvöldið og um helgar. Á þeim tímum er staðurinn fljótur að fyllast!

Leifur Welding hannaði staðinn í samstarfi við eigendur.

Það er aðeins 5 mínútna gangur frá bílakjallara Hörpunnar!

Við vildum finna nafn sem hefði tengingu við Höfnina og einnig við hinn gamla „rustic“ stíl sem við leggjum áherslu á, bæði í mat og hönnun.
Kopar er líklega fyrsti málmurinn sem maðurinn lærði að nota en fundist hafa tilbúnir hlutir úr kopar frá um 8700 f. Kr. Kopar hefur mikið notagildi og er einnig þekktur skrautmálmur.
Kopar er snilld!

Flesta rétti er hægt að laga að þínum þörfum. En ef þú ætlar að koma í heimsókn með stórum hóp og kannski kíkja í Ævintýraferðina þá mælum við með því að hringja á undan til að eldhúsið geti undirbúið komu þína og gert kvöldið ógleymanlegt.

Svo sannarlega. Hér á KOPAR bjóðum við sanna Ævintýraferð þar sem þú, vinir þínir og fjölskylda fáið að kynnast því sem leynist í hafdjúpunum kringum landið. Einnig færðu að skyggnast á bak við fjöllin og bragða á hvað þau hafa að geyma. Sumar slóðir fetar þú einn og aðrar með hjálp frá hinum á borðinu. Og að sjálfsögðu endar ævintýrið vel — en gættu þín, þetta gæti verið ævintýrið sem þú vilt ekki að taki enda.

Já. 5.000 kr. á flösku.

Jú, mikil ósköp. Gjafabréf í öllum stærðum og gerðum. Kíktu við og í sameiningu finnum við það sem þú leitar að.